Fyrsta skrefið er að velja hvernig stein þú vilt

Dekton

Dekton er nýjasta þróunin í steinum en hann er gerður úr 20 náttúrulegum steinefnum og engu öðru. Gerir það að verkum að steininn er rispu- og hitaþolinn svo leggja má heita hluti á borð við ofnplötur beint á steininn. Dekton kemur í um 70 útfærslum sem hægt er að skoða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Silestone

Silestone er quartz steinn sem framleiddur er 94% úr náttúrulegum steinefnum með 6% bindiefni. Steininn býr því yfir sambærilegum eiginleikum og Dekton hvað varðar vörn gegn sítrus, túrmerik og öðru sem náttúrusteinar þola illa. Silestone er þó aðeins hitaþolið upp að 80°C svo ekki má leggja heita hluti beint á steininn.

Sensa

Við bjóðum náttúrusteina á borð við Taj Mahal með sérstakri yfirborðsvörn sem hjálpar til að gera steina sem eru einstakir en mjög móttækilegir fyrir öllum vökva aðeins praktískari. Við bjóðum upp á um 40 tegundir af granít og quartzite þar sem hver og einn steinn hefur sína einstöku áferð.

Scalea

Handvaldir náttúrusteinar fyrir þá allra vandlátustu bæði úr marmara, granít, kalkstein og lindakalki fást sömuleiðis hjá okkur í um 50 útfærslum. Þetta eru náttúrusteinar sem birginn okkar velur eftir stífustu gæðakröfum og eru sennilega einhverjir þeir einstökustu í heimi.

Annað skrefið er að fá tilboð eftir teikningum

Getið þið gefið mér fermetraverðið á steininum?

Við getum gefið þér fermetraverðið á steininum en þannig er aðeins hálf sagan sögð. Vinnuliðurinn við sögun, slípun og frágang er oftast um helmingurinn af endanlegu verði en ræðst af því hversu flókin útfærslan er á sjálfu eldhúsinu eða rýminu. Best er því að gefa tilboð eftir teikningu.

Ég er ekki komin/n með teikningar hvað geri ég þá?

Þú þarft ekki að hafa endanlegar teikningar til að fá tilboð heldur dugar að vita ca. málsetningar á lengdum og breiddum og sölumenn okkar geta spurt þig að öðrum praktískum spurningum til að geta gefið þér nokkuð nákvæmt tilboð.

Hvað tekur það langan tíma að fá tilboð?

Í mörgum tilvikum getum við stillt upp tilboði á meðan þú ert hjá okkur en í nær öllum öðrum tilvikum ætti það að berast innan sólahrings á virkum dögum.

Hvað tekur við ef mér líst vel á tilboðið?

Frá því að þú staðfestir tilboðið og þangað til við setjum upp borðplötuna heima hjá þér líða að meðaltali 4 vikur. Þú borgar helming upphæðarinnar við staðfestingu og seinni helminginn eftir uppsetningu. Í millitíðinni komum við heim til þín og tökum endanleg mál með þrívíddarmæli svo allt sé upp á millimeter.

Þriðja skrefið er að fá mælingu og að lokum uppsetningu

Raf- og pípulagnir

Aðeins löggiltir rafvirkjar og pípulagnirmeistarar hafa leyfi til að tengja vaska, blöndunartæki og helluborð sem við höfum því miður ekki á okkar snærum. Gott er því að hafa í huga að þegar uppsetningu hjá okkur er lokið séu einstaklingar sem gangi frá verkinu þannig allt sé nothæft og tryggt.

Máltaka

Þegar innréttingin er komin upp hjá þér mætum við á svæðið og gerum endanlega mælingu með lasermæli svo allt sé upp á millimeter. Á 24 árum höfum við lært að fæst gólf eru nákvæmlega jöfn og fáir veggir 90° hornréttir, þess vegna komum við alltaf og tökum nákvæm mál.

Framleiðsla

Þegar tilboðið er staðfest pöntun við steininn sem þú hefur valið frá vöruhúsinu okkar í Gautaborg. Við fáum sendingar aðra hverja viku að meðaltali svo biðtíminn eftir steininum er yfirleitt stuttur. Í smiðjunni okkar sögum við, slípum og göngum frá efninu þannig engin grófvinna sé eftir þegar heim til þín er komið.

Uppsetning

Eftir um 4 vikur frá pöntun mælum við okkur mót til að setja upp borðplötuna. Ekkert rask eða grófvinna fylgir uppsetningunni og því lítið mál að koma þegar öllum framkvæmdum er lokið. Uppsetning tekur aðeins nokkrar klukkustundir með öllu.