Um okkur
REIN var stofnað árið 1999 og hefur síðustu kvartöldina unnið verkefni fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir um land allt.
Árið 2023 keyptu tvær ungar fjölskyldur reksturinn af fyrrverandi eigendum Rein. Engar áhyggjur þó, reynslumiklir starfsmenn fyrirtækisins í sölu- og framleiðslu eru allir ennþá hjá fyrirtækinu og flestir þeirra hafa starfað í yfir áratug hjá REIN.
Við verslum hráefni eingöngu frá spænska fyrirtækinu Cosentino en þau eru ein fremsta steinsmiðja í Evrópu og sennilega þó víðar væri leitað í dag. Þúsundir viðskiptavina okkar geta vottað um gæðin í steinunum þeirra en sömuleiðis leggur Cosentino mikið upp úr umhverfismálum sem við teljum að skipti miklu máli.
Sýningarsalur okkar og steinsmiðja er á Viðarhöfða 1 og við tökum vel á móti þér alla virka daga.