Steinvaskar fyrir eldhús og baðherbergi

Innbyggðir steinvaskar úr öllum þeim steinum sem við seljum fyrir borðplötur sem eru frá 50-320cm langar.

Afhverju að fá sér innbyggðan steinvask?

  • Heilsteypt útlit

    Steinvaskarnir okkar koma úr sama stein og þú velur á borðplötuna sem gefur heilsteypt útlit á eldhúsið og baðherbergið. Engin samskeyti þýðir auðvelt að þrífa og fallegt að horfa á.

  • Slitsterkt

    Steinvaskarnir okkar rispast ekki og draga ekki í sig efni á borð við sítrus, rauðvín og túrmerik sem gerir þá fullkomna í borðplötu og vaska.

  • Hagstætt

    Innbyggðu steinvaskarnir okkar fást í mismunandi útfærslum en vegna notkunar róbóta við framleiðsluna getum við boðið fallega og hagnýta steinvaska á hagstæðum kjörum.

Sérhannað fyrir þig

Við getum smíðað steinvaska nákvæmlega eins og þú vilt hafa hann líkt og myndirnar hér að ofan sína eða boðið sér steinvaska eftir fyrirfram ákveðnum stærðum eins og hér að neðan. Hvað sem hentar þínum þörfum best.

Evita

  • Evita vaskarnir koma eingöngu sem Silestone quartz vaskar.

  • Small: 50 x 30 cm

    Large: 65 x 30 cm

  • Verð frá 270.675 kr.-

Silence

  • Silence vaskana er bæði hægt að fá úr Silestone og Dekton stein.

  • Small: 49 x 30 cm
    Medium: 90 x 30 cm
    Large:
    120 x 30 cm

  • Verð frá 211.822 kr.-

Armony

  • Armony steinvaskarnir koma eingöngu úr Silestone quartz stein

  • Medium: 49 x 30 cm

  • Verð frá 218.501 kr.-