Við bjóðum yfir 200 útfærslur af steinum
Dekton
Dekton er nýjasta tækniþróunin í steinum en Dekton er gerður úr 20 náttúrulegum steinefnum og engu öðru. Gerir það að verkum að steinninn er m.a. rispu- og hitaþolinn svo leggja má heita hluti á borð við ofnplötur beint á steininn. Dekton kemur í um 70 útfærslum sem hægt er að skoða með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Að velja stein í rýmið sitt snýst bæði um að velja rétta efnið sem hentar þínum kröfum en sömuleiðis að litir og áferð tóni við heildarútlit rýmisins. Við hjálpum þér að para saman réttan stein við rýmið þitt þannig að notagildi og fegurð fá bæði að njóta sýn.
Silestone
Silestone er quartz steinn sem framleiddur er 94% úr náttúrulegum steinefnum með 6% bindiefni. Steininn býr því yfir sambærilegum eiginleikum og Dekton hvað varðar vörn gegn sítrus, túrmerik og öðru sem náttúrusteinar þola illa. Silestone er þó aðeins hitaþolið upp að 80°C svo ekki má leggja heita hluti beint á steininn.
Sensa
Við bjóðum náttúrusteina á borð við Taj Mahal og Calacatta með sérstakri yfirborðsvörn sem hjálpar til við að gera steina sem eru einstakir en gljúfir aðeins praktískari. Við bjóðum upp á um 40 tegundir af graníti og quartzite þar sem hver og einn steinn hefur sína einstöku áferð.
Scalea
Handvaldir náttúrusteinar fyrir þá allra vandlátustu bæði úr marmara, granít, kalkstein og lindakalki fást sömuleiðis hjá okkur í um 50 útfærslum. Þetta eru náttúrusteinar sem birginn okkar velur eftir stífustu gæðakröfum og eru sennilega einhverjir þeir einstökustu í heimi.