Ítalskt Terrazzo
Terrazzo er aldagömul aðferð sem á rætur sínar að rekja til Forn-Egypta með tímalausum stíl með frábærri endingu. Það má finna terrazzo um allt Miðjarðarhafið sem dregur stíl sinn frá Feneyjum en framleiðslan eins og við þekkjum hana í dag hófst fyrir um 500 árum í Feneyjum á Ítalíu.
Til að framleiða terrazzo er t.d. marmara, granít, kvarts eða gleri mulið ásamt steypu og stundum epoxy í stærðarinnar mót sem verður að því sem við köllum terrazzo og hægt er að sníða í mismunandi stærðir hvort sem það er borðplata, gólfefni eða splashback.
Styrkleiki Terrazzo ólíkt mörgum öðrum manngerðum steini er hve mikla dýpt og karakter það hefur vegna þess að náttúrusteinninn er mulinn í steypunni. Á sama tíma hefur terrazzo þann kost umfram hreinan náttúrustein að þola betur álag vegna þess úr hverju hann er framleiddur og bjóðast á margfalt betri kjörum sem skýrir vinsældir hans um alla Ítalíu síðastliðin 500 ár.
Fyrir þau sem vilja setja praktíska en tímalausa klassík á góðu verði er vert að skoða ítalskt terrazzo.